SAMSTARFSAÐILAR
Einurð á Íslandi:
Einurð er fyrirtæki sem var stofnað 2010 og vinnur í verkefnum tengdum samfélagsþróun og fullorðinsfræðslu. Í fyrirtækinu er talsverð reynsla af fræðslustarfi í þágu samfélagsþróunar. Félagið hefur meðal annars boðið upp á tölvunám fyrir fullorðna og skipulagt námskeið fyrir samfélagsþjálfa í brothættum byggðum í gegnum INTERFACE verkefnið.
Compass GmbH Austurríki
Compass er nýlega stofnað fyrirtæki sem er án hagnaðarsjónarmiða og hefur það markmið að stuðla að félagslegri samlögun innflytjenda með því að efla þekkingu þeirra og færni á sviði upplýsingatækni. Auk þess að leggja áherslu á náms- og starfsráðgjöf, stuðning við atvinnuleit, þjálfun og stuðning við unga innflytjendur.
CSI Center for Social Innovation LTD, Kýpur:
CSI sinnir rannsóknum og þróunarstarfi sem miðar að því að fóstra samfélagslega nýsköpun sem stutt getur við jákvæðar breytingar í nærumhverfi, á landsvísu og í alþjóðlegu samhengi. CSI vill meina að fjórar stoðir samfélagsins séu, menntun, þróun og efnahagsleg hagræðing samhliða traustum og sjálfbærum lausnu, og að kerfislæg áföll í velferðarkerfinu geti leitt til skapandi lausna sem hafi jákvæð áhrif til breytinga á samfélagsgerðinni.
CSI hefur sérfræðiþekkingu á sviði starfsmenntunar og þjálfunar, á vinnumarkaðsmálum, í menntun og dreifnámi, samfélagslegri nýsköpun, verkefnastjórnun, verkefnaþróun og -mati, gæðavottun á vörum og þjálfun.
Jafnréttishús – Íslandi:
Jafnréttishús var stofnað í apríl 2008 í Hafnarfirði með starfsemi á sviði fullorðinsfræðslu. Á hverju ári stunda þar yfir 300 einstaklignar nám á fjölmörgum sviðum (svo sem tungumálnám og nám tengt fjölmenning)
Meginmarkmið starfseminnar eru:
- Stuðla að jafnrétti og vinna að því að því verði náð
- Auka vitund um og hjálpa viðkvæmum hópum samfélagsins (sem er mismuna vegna kynþáttar, trúar, kynhneigðar ofl.) sem og hópum sem þurfa að þola þöggun (konur, börn, innflytjendur, fatlaðir o.s.frv.)
- Efla þá geira samfélagsins sem eru annars vanræktir og gera þeim kleift að fá hjálp, verjast og semja um aukið jafnrétti.
Socialiniu Inovaciju Fondas – Lithuania
Samfélagslegi nýsköpunarsjóðurinn (SIF) er almannaheillafélag stofanað 1994 til að aðstoða fólk, sem stendur höllum fæti og kemur úr erfiðum aðstæðum, með að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu með því að bjóða upp á tækifæri til náms, félagslegan stuðning, gagnlegar upplýsingar og ráðgjöf. Frá stofnun hefur SIF unnið með ólíkum hópum samfélagsins: langtíma atvinnulausum, fötluðum, einstæðum foreldrum, íbúum jaðarsvæða og konum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. SIF býður upp á hjálp og stuðning til fullorðna með litla menntun og færni og hafa þar með færri tækifæri í samfélaginu og á vinnumarkaði, með áherslu er á konur. Markmiðið er að styrkja samfélagslega stöðu þeirra, starfshæfni og frumkvöðlahugsun með starfsnámi, ráðgjöf og markþjálfun og með því efla einstaklinga í að byggja upp færni til standast kröfur og ná árangri á vinnumarkaði.
Acción Laboral – Spánn:
Acción Laboral (AL) er almannaheillafélag, sem starfar á landsvísu með yfir 20 skrifstofur og 100 starfsmenn. AL hefur þróað yfir 100 verkefni tengd vinnumarkaði og þjálfun sem yfir 10.000 manns hafa notið góðs af og yfir 50% hafa fengið vinnu. Nafn félagsins “Acción Laboral” (Virkt vinnuafl), gefur til kynna meginstarfsemi þess sem snýr að vinnumiðlun, vinnumarkaðsmálum, fræðslu og starfsþjálfun. Markmiðið er að bæta þjónustu og stuðning við atvinnulausa einstaklinga, einnig þá sem standa höllum fæti á vinnumarkaði svo sem fatlað fólk, innflytjendur, langtíma atvinnulausa, ungt fólk sem ekki hefur lokið námi, konur, ólæsa o.fl. “Acción Laboral” getur boðið upp á þjálfun og þjónustu hvar og hvenær sem er með góðum árangri. Félagið vinnur fyrir samfélagið og stefnir að aukinni velferð fólks á vinnumarkaði.
Asociación Caminos – Spánn:
Meginstarfsemi almannaheillafélagsins „Caminos“ sem stofnað var 2014 er á sviði menntunar og samfélagsþróunar.
Nafnið okkar „Caminos“ (sem á spænsku þýðir stígar eða leiðir) gefur til kynna mikilvægi þess að finna nýjar leiðir til að ná markmiðum, uppgötva eigin styrkleika og tækifæri til að takast á við áskoranir saman. Við einbeitum okkur að því að þróa og yfirfæra nýskapandi aðferðir frá öðrum löndum í Evrópu til spænskra stofnana og fyrirtækja.
Okkar meginmarkmið er að fóstra þekkingaryfirfærslu og samskipti, stuðla að þróun og velferð einstaklinga, styðja við samfélagslega aðlögun og vinna gegn mismunun fólks og stuðla að nýsköpun á sviði menntunar og samfélgsþróunar með innlendu og alþjóðlegu samstarfi.