Markmið KYR er að þjálfa einstaklinga af erlendum uppruna á vinnumarkaðinum um réttindi sín, bæði í hverju landi fyrir sig en einnig í samhengi við reglur Evrópusambandsins um vinnuréttindi.
Kyr mun nálgast markhóp verkefnisins með því að nota rafrænt námsefni, samfélagsmiðla og jafningjastuðning á 3-5 tungumálum í hverju landi og í samstarfi við þjálfaða jafningja.
Í verkefninu verður boðið upp á þjálfun fyrir innflytjendur um réttindi á vinnumarkaði og markmiðið er að þróa ferla og árangursríkar aðferðir sem síðar má yfirfæra og aðlaga að nýjum hópum innflytjenda á vinnumarkaði.
MARKHÓPUR
KYR verkefnið stefnir að því að styðja við aðgerðir hins opinbera á borð við eftirlit á vinnustöðum með því að kynna og vekja athygli á lagaumhverfi vinnumarkaðarins á landsvísu og í gegnum Evrópska vinumarkaðslögjöf. Auk þess verður boðið upp á þjálfun fyrir innflytjendur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
NIÐURSTÖÐUR
Auka menntun og færni innflytjenda varðandi laga- og stuðningsumhverfi vinnumarkaðarins, samhliða því að auka virkni þeirra í Evrópsku samstarfsneti innflytjenda á vinnumarkaði. Auka vitun fólks um stöðu erlends vinnuafls og áskoranir sem mæta því; styðja við starfsmenn og stuðla að öruggu vinnuumhverfi.
TÍMALENGD
Verkefnið nær yfir 24 mánuði: frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2021.
Verkefnið er styrkt af Evrópusambandsinu undir Erasmus+ menntaáætluninni – KA2 Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu.