AFURÐIR

AFURÐI VERKEFNISINS (O)

O1 Gloppugreining:

Þarfa og gloppugreining til að skilgreina og safna upplýsingum um hagaðila, gloppur í þjónustu/stuðningi við innflytjendur á vinnumarkaði, taka saman þá þjónustu og stuðning sem þegar er í boði.

Samantekt

O2 Námskrá og þjálfun jafningja (innflytjenda á vinnumarkaði)

Námskrá og námsefni verður aðlagað og betrumbætt í samstarfi við þá jafningja sem taka þátt í verkefninu.

O3 Framleiðsla á “Þekktu réttindi þín” myndböndum:

Framleiðsla á KYR myndböndum þar sem jafningjar sem eru nokkurskonar rafrænir trúnaðarmenn veita fræðslu gagnvart sínum markhópi.

O4 Tilraunakennsla jafningja

Samstarfsaðilar velja 8-10 tvítyngda jafningja í hverju landi sem munu taka þátt í vinnustofu fyrir jafningja.

O5 “Þekktu réttindi þín” upplýsingavefurinn

Niðurstöður verkefnisins verða aðgengilegar á “Þekktu réttindi þín” upplýsingavefnum sem mun þróast frá því að vera einföld upplýsingasíða um verkefnið í að vera opið mennta og upplýsingaefni til handa ólíkum hópum innflytjenda á vinnumarkaði.

KYNNINGAVIÐBURÐIR

Skipulagðir verða 5 kynningaviðburðir (E1-E5), einn í hverju landi þar sem niðurstöðum verkefnisins verður miðlað til innflytjenda á vinnumarkaði, stefnumótandi aðila, fræðslusetra, vinnumála- og velferðarstofnana sem og annarra aðila em sinna í náms- og starfsþjálfun eða vinnumiðlun til innfyltjenda.
Þessir kynningaviðburðir verða skipulagðir í Mars and Apríl 2021.

Lokaráðstefna KYR verkefnisins verður haldinn í Maí/Júní 2021.