Ísland
- Video
- Stutt kynning á ráðningarsamningum
- Hvað felur það í sér að vera með ráðningarsamning?
- Hvað á að standa í ráðningarsamningum?
- Mismunandi gerðir af ráðningarsamningum?
- Uppsagnir og uppsagnarfrestur
- Ráðningarsamband og einstaklinga með erlendan bakgrunn
Ráðningarsamningar eru mikilvægir í öllum ráðningarsamböndum, þeir eru samningur milli vinnuveitanda og launþegar þar sem starfsmaðurinn býður vinnuveitanda þjónustu sína í gegn greiðslu launa.
Ráðningarsamband milli vinnuveitanda og launþegans eru venjulega skjalfest með samningi, en í íslenskum launum er þó ekki skilyrðu um formlegan ráðningarsamning og gilda því þeir jafnt hvort sem þeir eru munnlegir eða skriflegir. Hinsvegar er alltaf betra að hafa samninginn skriflegan ef ske kynni að þörf væri á sönnun tilvistar hans.
Ráðningarsambandi lýkur þegar ráðningarsamningurinn er ógildur. Þetta getur gerts þegar vinnuveitandinn ákveður einhliða að segja upp nefndum samningi, annahvort með ástæðu eða ekki. Annar möguleiki er að starfsmaður segja upp ráðningarsamningnum, sem felur í sér að fyrr umsamdar skuldbindingar og réttindi eru ekki lengur gild.
Gera skal ráðningarsamning og undirrita hann innan tveggja mánaða frá ráðningu og liggur sú skylda hjá vinnuveitandanum.
“Að hafa ráðningarsamning þýðir að hafa öll réttindi, ábyrgð, skyldur og skilyrði sem mynda samband vinnuveitanda og starfsmanns”
Að hafa samning gefur þér staðfestingu frá vinnuveitandanum um hlutverk þitt á vinnustaðnum og skyldu þeirra gagnvart þeim, svo sem; laun, orlofstími, yfirvinna og fleira. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef vinnuveitandinn stendur ekki við sínar skyldur.
Þar sem ráðningarsamningar á Íslandi er ekki mótaðir, þá eru ekki sérstakar reglur um hvað ætti að koma þar fram. Flestir samningar hafa þó eftirfarandi;
- Nöfn og heimilisföng vinnuveitandans og starfsmannsins.
- Upphaf og lengd ráðningar.
- Tegund aðgerða og lýsing á verkefnum.
- Staðsetning vinnustaðar.
- Grunnlaun og viðbót.
- Vinnudagar og frídagar.
- Frestur til uppsagnar ráðningarsambandsins.
- Tilvísun í gildandi kjarasamninga.
- Lífeyrissjóður.
- Stéttarfélag.
Ef samningurinn hefur ekki lágmarksviðmið samkvæmt kjarasamningum er samningurinn ekki talinn gildur, jafnvel þó að hann hafi verið undirritaður af starfsmanninum.
Til að sjá lágmarksviðmið kjarasamninga geta einstaklingar skoðað vefsíðu eða haft samband við stéttarfélögin – þar er hægt að fara í upplýsingaefni um stéttarfélögin til þess að sjá meira um kjarasamningana.
Til eru nokkrar gerðir af ráðningarsamningum sem gott er að vera meðvitaður um, þar sem þeir gera grein fyrir því hvers konar ráðningarsambandi starfsmaður og vinnuveitandi eru í.
Varanlegir ráðningarsamningar eru fyrir starfsmenn sem vinna á reglulegum tímum og fá greidd ákveðna upphæð mánaðarlega, eða upphaf sem reiknuð er af tímakaupi. Varanlegur samningur stendur yfir þar til að honum er sagt upp af annahvort vinnuveitanda eða starfsmanni. Samkvæmt þessum samningum njóta starfsmenn fullra atvinnuréttinda.
Til eru tvær gerðir af varanlegum ráðningarsamningum; Samningur í fullu starfi, sem eru algengustu samningarnir, þar vinna starfsmenn venjulega um 35 klukkustundir eða meira á viku og Hlutastarfssanningar, sem eru samningar fyrir starfsmenn í hlutastarfi. Þeir eru svipaðir þeim sem eru með fullt starf en með meiri áherslu á fjöldi vinnustunda og hvernig yfirvinna er meðhöndluð en geta haft sama stöðugleika og samningar fyrir fullt starf.
Tímabundnir ráðningarsamningar
Eru samningar þar sem upphafs og lokadagsetning er fyrirframm ákveðnar, til dæmis hálft ár eða eitt ár. Starfsmenn hafa sömu vernd og geta treyst á sömu réttindi og varanlegir starfsmenn.
Ráðningarsamningur lærlinga og nema
Eru notaðir til þess að skrá tímabil sem starfsmaðurinn var/er í þjálfun eða námi hjá fyrirtækinu.
Það eru ákveðin réttindi sem gott er að vera meðvitaður ef að einstaklingum er sagt upp eða vilja sjálfir segja upp starfi sínu.
Það verður einnig að hafa í huga að reglur vegna uppsagna eru mismunandi milli stéttarfélaga og því þurfa starfsmenn að vera meðvitaðir um stéttarfélagið sitt eða undir hvaða kjarasamninga ráðning þeirra fellur.
Það eru þá ákveðna reglur sem þar falla undir. Allar uppsagnir eiga að vera skriflegar og það er mikilvægt að allar dagsetningar og upplýsingar um uppsagnirnar séu skýrar. Starfsmenn eiga rétt á viðtali við atvinnurekandann um ástæður uppsagnar, og ætti sú beiðni að koma fram innan 4 daga frá tilkynningu um uppsögn.
Vinnuveitandinn verður að greiða út desemberuppbót og frí í tengslum við þann tíma sem starfsmaðurinn hefur starfað hjá fyrirtækinu.
Hér má svo finna upplýsingar frá tveimur stærstu stéttarfélögunum um uppsagnarfrest og aðrar mikilvægar upplýsingar tengdar starfslokum.
VR: https://www.vr.is/en/employment-terms/notice-period-for-termination/
Efling: https://efling.is/uppsagnarfrestur-skv-samningi-eflingar-og-sa/?lang=en
Það er mikilvægt fyrir einstaklinga af erlendum uppruna að athuga hvort að starfsréttindi þeirra gildi á Íslandi og ef þau gilda ekki hvernig hægt er að staðfesta gildi þeirra.
Það er einnig mikilvægt að vita að einstaklingar sem koma utan EES-svæðisins verða að fá atvinnuleyfi áður en þeir fara út á vinnumarkaðinn og í flestum tilfellum verða einstaklingar að fara frá landinu áður en leyfið er veitt. Til þess að sækja um atvinnuleyfi þurfa einstaklingar að fara í gegnum Vinnumálastofnun. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Í sérstökum tilfellum geta einstaklingar utan svæðisins unnið án leyfa, þetta er aðeins ef um tímabundna vinnu er að ræða og er innan við 90 dagar á ári. Fyrir þetta þarf vinnuveitandinn þó að tilkynna Vinnumálastofnun á Íslandi áður en þetta á sér stað.
- Video
- Sjúkratryggingar og heilbrigðismál á Íslandi
- Hversu víðtækar eru sjúkratryggingarnar á Íslandi
- Hvað fellur undir sjúkratryggingarnar
- Einkarekin tryggingafélög á Íslandi
- Sjúkradagpeningar og sjúkrasjóður tryggingarfélaganna
- Atvinnuleysisbætur, hverjar eru þær og hvert er hægt að leita
- Félags og fjárhagsaðstoð
- Geta einstaklingar af erlendum uppruna fengið fjárhagslega og félagslega aðstoð?
Heilsugæslan á Íslandi er niðurgreidd og allir íbúar falla sjálfkrafa undir Sjúkratryggingar Íslands. Þetta þýðir að allir einstaklingar sem eru löglega búsettir á Íslandi í 6 mánuði eða lengur falla sjálfkrafa undir sjúkratryggingarnar.
Tímabundnir starfsmenn frá öðrum EES ríkjum ættu að hafa evrópska sjúkratryggingakortið og ættu þess vegna að fá heilbrigðisþjónustu á meðan á tímabundinni dvöl stendur. Sú þjónustu ætti að vera með sömu skilyrðum og kostnaði og fyrir einstaklinga búsetta á Íslandi.
Einstaklingar af erlendum uppruna sem eru ríkisborgarar lands innan EES, verða að skrá sig við komuna til landsins. Þegar þeir hafa fengið lögheimili hér á landi falla þeir sjálfkrafa inn í sjúkratryggingarnar en fyrir það nýta þeir sjúkratryggingarnar frá sínu upprunaríki. Undanskildir þessu eru einstaklingar sem flytja til Íslands frá Norðurlöndunum, en þeir falla undir íslenskar sjúkratryggingar daginn sem þeir sækja um lögheimili á Íslandi.
Allir einstaklingar sem eru sendir til Íslands vegna vinnu, verða annahvort að vera ríkisborgarar eða hafa dvalar- og atvinnuleyfi í EES landi. Útsendir starfsmenn ætti í öllum tilvikum að vera með sjúkratryggingu og geta sótt um A1 vottorð.
Nánari upplýsingar um sjúkratryggingar er að finna á vefsíðu Sjúkratryggingar Íslands
Nánari upplýsingar um tiltekin vottorð eða leyfi er að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar og Útlendingastofnunar á Íslandi:
Vinnumálastofnun
Útlendingastofnun
Þegar einstaklingar eru skráðir hjá Sjúkratryggingum Íslands eru hámarksgreiðslur á mánuði 27.475 kr. eða 18.317 kr. fyrir einstaklinga á eftirlaunum, örorku og börn.
Eftir að hámarksgreiðslum hefur verið náð þurfa einstaklingar ekki að borga meira fyrir heilsugæslu og lækna í þessum mánuði og eftir það er hámarkið 4.579 kr. og 3.053 kr. fyrir börn, eftirlaunaþega og öryrkja.
Undanþegnar þessu eru þungaðar konur sem greiða ekki fyrir heilsugæslu á meðgöngu. Eina undantekningin er 12 vikna ómskoðun sem er valfrjáls.
Heilsugæslan er gjaldfrjáls fyrir 18 ára og yngri, aldraða, öryrkja og einstaklinga sem koma í mæðravernd.
Fyrir lyfseðilsskyld lyf er hámarksfjárhæð á mánuði 22.000 kr. eða 14.500 kr. fyrir börn og eftirlaunaþega. Miðað er við 12 mánaða tímabil sem hefst 15. okt. og er hámarksgreiðsla á því tímabili er 62.000 og 41.000 fyrir aldraða, öryrkja og börn.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sjúkratryggingar Íslands en einnig er hægt að fá frekari upplýsingar í gegnum þjónustusíðuna.
https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/gjaldskra/?lang=en-us
Nánari upplýsingar um stöðuna og þjónustu sem stendur til boða má finna á heilsvera, þar sem einstaklingar geta pantað tíma eða haft samband við lækna.
Flestar tegundir heilsugæsluþjónustu eru niðurgreiddar eða falla undir innlendar sjúkratryggingar.
Til dæmis; Sjúkraþjálfun er niðurgreidd af sjúkratryggingum og þjónusta geðlækna.
Tannvernd er þó ekki að fullu tryggð en þjónustu tannlækna er einungis gjaldfrjáls fyrir börn yngri en 18 ára og lífeyrisþegar greiða 50% af kostnaðinum. Sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingunum, nema að einstaklingar noti sálfræðinginn á þeirra heilsugæslustöð.
Fyrir einstaklinga af erlendum uppruna utan Evrópska efnahagssvæðisins eru heilbrigðistryggingar eitt af aðal skilyrðum fyrir útgáfu dvalarleyfis. Þar sem tímabundnir starfsmenn utan EES eru ekki með tryggingar á Íslandi verða þeir að sækja um tryggingar frá einkafyrirtækjum.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tryggingafélög sem bjóða upp á tímabundnar heilbrigðistryggingar á Íslandi. Það má þá einnig finna erlenda tryggingaraðila sem hafa verið samþykktir.
- Sjóvá - https://www.sjova.is/en
- TM - https://www.tm.is/english/
- Vís - https://www.vis.is/en/
- Vörður - https://vordur.is/
Ef einstaklingar geta ekki unnið vegna veikinda eða meiðsla utan vinnustaðarins geta þeir átt rétt á sjúkradagpeningum.
Sjúkradagpeningar eru ákveðin upphæð sem hægt er að fá greidda á 15. Veikindadegi, eða þegar einstaklingar hafa lokið veikindadögum sem þeir hafa safnað meðan þeir voru í vinnu.
Til að eiga rétt á sjúkradagpeningum þurfa einstaklingar að uppfylla ákveðin skilyrði;
- Þeir verða að vera með sjúkratryggingar á Íslandi.
- Þeir verða að hafa verið ófærir um að vinna í það minnsta 21 daga samfellt.
- Þeir verða að hafa verið að vinna eða stunda nám á Íslandi mánuðina áður en þeir urðu óvinnufærir.
- Þeir mega ekki lengur fá neinar greiðslur frá vinnustað sínum, þar með taldir veikindaréttar greiðslur.
- Þeir mega ekki vera á fullum lífeyri, það er örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri, ellilífeyri, fæðingarorlofi eða atvinnuleysisbótum.
- Þeir verða að vera minnsta kosti 16 ára.
Heildarupphæð sjúkradagpeninga árið 2020 er 1.873 kr. á dag og 514 kr. á dag fyrir hvert barn á heimilinu. Ef starfshlutfall þitt var minni en 100% fá einstaklingar helming greiðslanna.
Sjúkrasjóður stéttarfélagsins hefur það hlutverk að greiða félagsmönnum bætur ef að veikindi eða slys gerast eftir að launagreiðslum líkur. Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða að minnsta kosti 1% af launum til sjúkrasjóðs stéttarfélagana, nema samið hafi verið um hærra hlutfall í kjarasamningunum. Dagpeningar vegna slysa eða veikinda eru greiddur í 120 daga (4 mánuði), og er ekki hærri en 80% af meðaltali þeirra launa sem félagsgjöld hafa verið greidd af síðustu 6 mánuði. Einstaklingar geta einnig sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði I allt að 90 daga (3 mánuði) ef um er að ræða börn meðlima yngri en 18 ára eða makar.
Þegar einstaklingar hafa lokið veikindadögum sínum, þá geta þeir sótt um sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og hjá sjúkrasjóði stéttarfélaganna, það er hægt að fá greiðslur frá SÍ og stéttarfélögunum á sama tíma.
Nánari upplýsingar um sjúkrasjóð stéttarfélaganna er að finna á heimasíðu stéttarfélaganna og á heimasíðu ASÍ;
Upplýsingar um sjúkradagpeningar má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands;
https://www.sjukra.is/english/social-insurance-in-iceland/cash-sickness-benefits/
Atvinnuleysisbótum er skipt í tvo áfanga: grunn- og tekjutengdar. Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar fyrstu 10 virku dagana í atvinnuleysi, tekjutengdar atvinnuleysisbætur taka síðan allt að þrjá mánuði, ef eftir það eru grunnatvinnuleysisbætur greiddar aftur.
Hvað þarf að vera til staðar
- Að hafa ekki atvinnu.
- Að vera með lögheimili á Íslandi og vera staðfestur á landinu.
- Að vera vinnufær.
- Ert tilbúinn að vinna hvaða vinnu sem er.
Bótafjárhæðir – Grunnatvinnuleysisbætur (1. Janúar, 2021):
- 307.430 krónur á mánuði (100% réttur)
- 230.572 krónur á mánuði (75% réttur)
- 153.715 krónur á mánuði (50% réttur)
- 76.857 krónur á mánuði (25% réttur – lágmarksréttur).
Fyrir hvert barn á heimilinu sem er undir 18 ára eru greiddar 18.445 krónur á mánuði.
Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta eru 473.835 krónur á mánuði.
Fyrir frekari upplýsingar og til þess að sækja um atvinnuleysisbætur;
https://www.vinnumalastofnun.is/en/unemployment-benefits
Það er mikilvægt fyrir einstaklinga að erlendum uppruna sem að hafa ekki fasta kennitölu á Íslandi, að hafa sérstaklega samband við vinnumálastofnun áður eða þegar þeir sækja um atvinnuleysisbætur.
Félags og fjárhagsaðstoð á Íslandi kemur aðallega frá sveitarfélögunum og er því háð því hvar þú býrð á landinu.
Allir einstaklingar hafa aðgang að félagsráðgjöfum í gegnum sveitarfélögin og þeir geta gefið ráðgjöf eða lagt fram aðstoð, t.d fjárhagslega. Þar geta einstaklingar einnig fengið frekari upplýsinga um réttindi og styrki og hvernig þeir geti nýtt sér þá.
Fjárhagsaðstoð
Í aðstæðum þar sem einstaklingar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda geta þeir leitað eftir stuðningi frá sínu sveitarfélagi. Samkvæmt íslenskum lögum ætti ávallt að veita fjárhagsaðstoð til að koma í veg fyrir að fjölskyldur eða einstaklingar lendi ekki í aðstæðum þar sem þau geta ekki stjórnað eigin málum lengur.
Fjárhagsaðstoðin er því háð því sveitarfélagi sem einstaklingurinn býr í, en hægt er t.d að skoða hana hjá Reykjavíkurborg á heimasíðu þeirra;
https://reykjavik.is/thjonusta/fjarhagsadstod
Húsnæðisbætur
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með umsjón húsnæðisbóta á Íslandi. Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði.
Skilyrðin fyrir húsaleigubótum
- Umsækjendur verða að vera búsettir í íbúðarhúsnæðinu og eiga lögheimili þar.
- Verða að hafa náð 18 ára aldri.
- Húsnæðið verður að það minnsta að innihalda, eitt svefnherbergi, sér eldunaraðstöðu og sér baðherbergi.
- Verður að hafa þinglýstan leigusamning sem gildir í að það minnsta kosti þrjá mánuði.
- Verður að veita aðgang að upplýsingaöflun.
Félagslegt húsnæði
Einstaklingar eða fjölskyldur sem eru í brýnni þörf fyrir húsnæði og geta ekki útvegað eða fundið húsnæði fyrir sig, geta sótt um félagslegt húsnæði hjá sínu sveitarfélagi.
Fyrir frekari upplýsingar um félagslegt húsnæði;
https://island.is/en/social-assistance-housing
Nánari upplýsingar um félagslega aðstoð
Má finna á heimasíðum sveitarfélagana eða hafa samband við þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.
Einstaklingar af erlendum uppruna búsettir á Íslandi ættu að hafa sama rétt til þjónustu allir aðrir á Íslandi.
Fyrir frekari upplýsingar um fjárhagslegan stuðning:
- Video
- Lágmarkslaun
- Hvaða skatta þarf að borga?
- Persónuafsláttur
- Skattar og upphæðir
Lágmarkslaun er lágmarksupphæð launa sem vinnuveitanda er skylt að greiða starfsmönnum sínum fyrir þá vinnu sem þeir hafa unnið yfir ákveðið tímabil.
Á Íslandi eru lágmarkslaun byggð á kjarasamningum sem ákvarðaðir eru út frá kjaraviðræðum stéttarfélagana og vinnuveitenda og geta því verið mismunandi milli starfsgreina og stéttarfélaga.
Lágmarkskjör fyrir starfsstéttir byggjast á;
- Vinnunni
- Menntun starfsmanna
- Reynslu starfsmanna
- Öðrum þáttum
Þrátt fyrir að mismunandi samningar séu á milli stéttarfélaga og vinnuveitenda, falla flestar starfsstéttir undir lágmarks launasamning stærstu stéttarfélaganna og Samtaka Atvinnulífsins.
Samkvæmt þeim samningum eru lágmarkslaun í fullu starfi (40 klukkustundir á viku) fyrir einstaklinga 18 ára og eldri, sem hafa verið að vinna lengur en 4 mánuði hjá vinnuveitenda eða fyrirtæki;
Maí 2021, 351.000 kr.
Maí 2022, 368.000 kr.
Samningar sem eru undir þessum kjörum á hverjum tíma eru ógildir og þessir skilmálar eiga einnig við um þá sem að ekki eru aðilar að stéttarfélögum.
Einstaklingar af erlendum uppruna á Íslandi eiga rétt á sömu réttindum og kjörum og aðrir launþegar á Íslandi, varðandi lágmarkslaun og önnur launatengd mál, yfirvinnugreiðslur, rétt til orlofslauna, hámarks vinnutíma og lágmarks hvíldartíma.
Skattar á Íslandi
Allir vinnandi einstaklingar á Íslandi þurfa að greiða skatt af persónulegum tekjum. Þessum skatti er síðan deilt á ríki og sveitarfélög. Hlutfall skattsins og frekari upplýsingar um hvert skattarnir þínir fara má sjá á heimasíðu skattsins og á þínu heimasvæði þar.
Almennt þjónar mánaðarlegur frádráttur launaskatti sem framlag fyrir:
- Veikindi, vinnuslys, fæðingar, faðerni, heilslugæslu o.f.l.
- Eftirlaun
- Atvinnuleysisbætur
- Slys vegna vinnu
- Starfsmenntun eða námskeið
Allir skattar eru sýndir á launaseðlinum í hverjum mánuði og það er mikilvægt að geyma launaseðilinn í það minnsta í eitt ár, til sönnunar á skattlagningu.
Allir einstaklingar á Íslandi eiga inni persónulegan skattaafslátt, sem safnast yfir árið í hverjum mánuði ef hann er ekki nýttur, en byrjar á núlli í hverjum Janúar.
Persónuafsláttur árið 2021 er 50.792 kr. á mánuði
- Persónuafsláttur er stafrænn
- Einstaklingar verða að gefa vinnuveitendum sínum aðgang að skattaafslætti sínum til að hann sé notaður
- Hægt er að deila skattaafslætti með maka (ef einstaklingar eru giftir eða í sambúð).
Myndband um persónuafslátt:
Upplýsingar um stöðu persónuafslátt má sjá á vefsíðu ríkisskattstjóra.
Til þess að skrá sig inn á vefsíðuna þurfa allir einstaklingar að hafa rafræn skilríki eða veflykil ríkisskattstjóra.
Vefsíðan fyrir allar upplýsingar um skatt á Íslandi
Skattþrep og upphæðir á Íslandi: 2021
Íslenska skattkerfinu er skipt í þrjá hluta:
31,45% af launum 0-340.018 kr.
37,95% af launum 349.019 – 979.847 kr.
46,25% af launum yfir 979.847 kr.
Einstaklingar sem eru í tveimur störfum verða að ganga úr skugga um að ef mánaðarlaun eru hærri en 336.916 kr. Frá einum vinnuveitanda til annars, þá þarf sá síðarnefndi að reikna tekjuskatt í hærri flokki fyrir viðbótarupphæð.
Einstaklingar verða að leggja fram skattframtal einu sinni á ári og er það oftast í mars.
Nokkrir mikilvægir þættir til að hafa í huga:
- Framtal er gert á netinu í gegnum www.skattar.is
- Þú verður að hafa rafræn skilríki eða veflykil.
- Hægt er að sækja um seinkun.
Skattskyldar tekjur:
- Greiðslur í reiðufé
- Laun
- Gjöld
- Sjúkradagpeningar
- Hvers lags fríðindi
Einstaklingar sem dvelja hér á landi skemur en 6 mánuði á 12 mánaða tímabili eru með takmarkaða skattskyldu á Íslandi.
- Video
- Kynning á stéttarfélögum
- Hlutverk stéttarfélagana á vinnumarkaðnum
- Þjónusta til meðlima
- Kjarasamningar og kjarasamningsviðræður
- Um stéttarfélögin á Íslandi
- Trúnaðarmenn
- Aðrar mikilvægar stofnanir eða samtök
Stéttarfélögin á Íslandi gegna mikilvægu hlutverki á atvinnumarkaðnum en 85 prósent af vinnuaflinu eru aðilar að stéttarfélögum.
Stéttarfélögin taka ekki aðeins þátt í kjarasamningum, heldur veita þau einnig stuðning, lögfræði ráðgjöf og auka vitund um stöðu verkafólks á vinnumarkaðnum. Ávinningur af því að vera meðlimur í stéttarfélagi felst einnig í, námsstyrkjum, stuðningi vegna læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, styrkjum til gleraugnakaupa, aðgangi að orlofshúsum og fleiru (mismunandi eftir stéttarfélögum).
Á Íslandi eru fjögur samtök stéttarfélaga:
- BSRB
- ASÍ
- Kennarasamband Íslands
- Bandalag Háskólamenntaðra
Hægt er að finna fjölda stéttarfélaga á Íslandi og fer aðildin oft eftir atvinnu eða menntun einstaklinga. Stærstu stéttarfélögin eru VR og Efling, en engar sérstakar kröfur eru gerðar til einstaklinga innan þeirra, þegar kemur að atvinnu eða menntun.
Helstu hlutverk stéttarfélaga á vinnumarkaðnum eru:
- Ákvarðanataka varðandi vinnuaflsréttindi starfsmanna.
- Samningaviðræður við atvinnurekandur
- Kjarasamningar
- Stuðningur, lögfræðiráðgjöf og vitundavakning.
Stéttarfélögin veita meðlimum fjölbreytta þjónustu og meðlimir ætti í flestum tilfellum að geta farið til stéttarfélagsins og leitar sér aðstoðar við öll mál varðandi atvinnumarkaðinn.
Stéttarfélögin veita þjónustu eða upplýsingar um:
- Réttindi
- Lögfræðileg málefni og málsmeðferðir
- Lögfræðiaðstoð
- Stjórnsýsluaðstoð
- Þjálfun
- Félagslegar aðgerðir og sjóðir
Þjónustu stéttarfélagana er þó mismunandi en félagsmenn geta haft samband við stéttarfélögin til þess að fá frekari upplýsingar eða lesið sér til á heimasíðu þeirra.
Flest stéttarfélaga veita þó aðstoð við kostnað þegar kemur að menntunar- og heilbrigðismálum.
Í kjarasamningsviðræðum semja fulltrúar stéttarfélagana og vinnuveitenda um laun, vinnutíma, orlof, bónusa, o.f.l.
Þar sem að stéttarfélögin sjá um samningaviðræðurnar geta samningarnir verið mismunandi milli stéttarfélaga og því er mikilvægt að launþegar viti í hvaða stéttarfélagi þeir eru meðlimir.
Það er þó einnig mikilvægt að vera meðvitaður um að þeir starfsmenn sem eru ekki í stéttarfélagi falla samt sem áður undir kjarasamninga sem gerðir eru á vinnustaðnum og allir starfssamningar sem eru undir lágmarks skilyrðum kjarasamningana teljast ekki gildir.
Stærstu stéttarfélögin á Íslandi eru Efling og VR, en þau eiga það bæði sameiginlega að meðlimir innan þeirra þurfa ekki að vera innan ákveðinnar starfsstéttar.
Fyrir frekari upplýsingar um stéttarfélögin getur þú farið á heimsasíðu þeirra eða haft samband við þau í síma. Á heimasíðu þeirra má finna upplýsingar um lágmarksréttindi í samræmi við gildandi kjarasamninga og þá sjóði og inneignir sem þú hefur rétt á að nota.
VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi og á vefsíðu þeirra er að finna allar upplýsingar sem þarft um réttindi þín, reiknivél launa, styrki, sjóði og upplýsingar um tengiliði.
Efling er næst stærsta stéttarfélagið en er með hæsta hlutfall einstaklingra af erlendu uppruna á Íslandi. Þú getur skoðað upplýsingar á heimasíðu þeirra á íslensku, ensku og pólsku. Þar má finna allar upplýsingar um starfsréttindi og kjarasamninga.
Á Íslandi ætti hver vinnustaður að hafa trúnaðarmann sem ætti að vera tenging stéttarfélaganna og vinnustaðanna.
Hver vinnustaður með 5 eða fleiri starfsmenn þarf að minnsta kosti einn trúnaðarmann og ef starfsmenn eru fleiri en 50 er lágmarkið 2.
Trúnaðarmannastarfið fellst í því að vera fulltrúi starfsmannanna og tala fyrir hönd þeirra varðandi málefni innan vinnustaðarins. Þetta hlutverk er þó mismunandi og fer eftir því stéttarfélagi sem trúnaðarmaðurinn er tengdur.
Algengustu hlutverkin eru;
- Að fylgjast með því hvort vinnuveitandinn brjóti gegn kjarasamningum sem stéttarfélagið og vinnuveitendur hafa gert og að stíga fram og bregðast við ef vinnuveitandinn brýtur gegn réttindum starfsmanna.
- Vera meðvitaður og hafi þekkingu á kjarasamningum og málum sem þarf að skoða varðandi þá.
- Vera fulltrúi annarra starfsmanna þegar kemur að samskiptum við vinnuveitandann og komi málefnum þeirra á framfæri.
- Bjóða nýja starfsmenn velkomna á vinnustaðinn, upplýsi þá um réttindi sín, verkalýðsfélögin og hvert þeir geti leitað til aðstoðar.
Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun ber ábyrgð á ýmsum málum á vinnumarkaðnum. Stofnunin sér um greiðslur atvinnuleysisbóta og þjónustu til atvinnuleitenda. Stofnunin rekur einnig fæðingarorlofssjóð og ábyrgðasjóð launa auk þess að gefa út atvinnuleyfi til ríkisborgara í löndum utan EES. Stofnunin hefur einnig eftirlit með starfsemi starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Vinnumálastofnun er aðili að EURES – European employment services, samstarfi opinberra vinnumiðla á evrópska efnahagssvæðinu. Hlutverk EURES er að stuðla að hreyfanleika vinnuafl milli landa innan EES.
Þjónusta stofnunarinnar fyrir atvinnuleitendur af erlendum uppruna er fjölbreytt og upplýsingar um úrræðin eru aðgengilegar á vefsíðu þeirra. Slíka úrræði eru t.d tungumálanámskeið, námsstyrkir og starfsnám. Á vefsíðu stofnunarinnar má finna mikið magn af upplýsingum um þá þjónustu sem stofnunin býður mismunandi hópum, ráð um atvinnuleit, upplýsingar um réttindi og skyldur atvinnuleitenda sem og yfirlit yfir auglýst störf.
Upplýsingar á íslensku, ensku og pólsku er að finna á vefsíðu stofnunarinnar
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) samanstendur af 47 stéttarfélögum innan ýmissa atvinnugreina og gegnir mikilvægu hlutverki á atvinnumarkaðnum, þar sem 2/3 hlutar verkalýðsfélaga eru aðilar. ASÍ, verkalýðsfélögin og Vinnueftirlitið hafa unnið saman að eftirliti með vinnustöðum oft tengt ólöglegu vinnuafli án tilskyldra leyfa. ASÍ hefur einnig þrýst á stjórnvöld um bætt regluverk og sterkari lagaumgjörð gegn ólöglegri ráðningu og misnotkun erlendra starfsmanna á Íslandi. Á heimasíðu þeirra er hægt að fá upplýsingar um réttindi á vinnumarkaði, kjarasamninga, rannsóknir og fleira um atvinnumarkaðinn. Upplýsingarnar má finna á íslensku, ensku og pólsku. www.asi.is
- Video
- Öryggi á vinnustaðnum
- Vinnuslys
- Stofnanir sem hægt er að leita til
- Hvað er vinnu- og hvíldartími starfsmanna?
- Sumarfrí og frídagar
- Veikindi og veikindadagar
- Tækifæri til þróun í vinnu
Öryggi á vinnustöðum er réttur og skylda bæði launafólks og vinnuveitenda. Það verður að vera til staðar óháð atvinnugrein, fyrirtæki eða starfgrein.
Með vinnulögum er leitast við að ;
- Tryggja öryggi og heilbrigt starfsumhverfi, sem er í takt við félagslega og tæknilega þróun í samfélaginu.
- Tryggja skilyrði til að leysa öryggis- og heilsufarsvandamál innan vinnustaðanna sjálfra, í samræmi við gildandi lög og reglur.
Á hverjum vinnustað ætti að vera kjörinn öryggisfulltrúi. Hlutverk hans er í samstarfi við vinnuveitandann að hafa eftirlit með því að umhverfi, hreinlæti og öryggi á vinnustaðnum samrýmist lögum. Í fyrirtækjum eða vinnustöðum með 1-9 starfsmenn er það vinnuveitandans að starfa sem öryggisfulltrúi. Í fyrirtækjum eða vinnustöðum með 10 eða fleiri starfsmenn eiga starfsmenn að kjósa öryggisfulltrúa milli 2 einstaklinga, þar sem einn hefur verið valinn af vinnuveitanda og hinn af starfsmönnum. Í fyrirtækjum með yfir 50 starfsmenn er skylda að stofna öryggisnefnd.
Það er mikilvægur þáttur í öryggismælingum að allir vinnuveitendur fylli út margvíslegar skýrslur til Vinnueftirlitsins. Atvinnurekendur skulu alltaf að fylla út eyðublað ef slys eiga sér stað á vinnustaðnum, og það getur líka verið mikilvægt varðandi tryggingar fyrirtækja, ef slys leiðir til veikinda eða meiðsla.
Öllum atvinnurekendum er skylt að framkvæma áhættumat varðandi vinnuaðstæður barnshafandi kvenna eða kvenna sem hafa nýlega fætt eða eru með barn á brjósti. Þetta er gert til að vernda mæður og barnshafandi konur gegn áhrifum á vinnustaðnum og lágmarka hættuna fyrir barnið og móðurina.
Það er mikilvægt að vita að atvinnurekendum er skylt að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsmenn verði fyrir einelti á vinnustað. Atvinnurekendum ber skylda til að taka á einelti eða annarri óviðunandi hegðun sem ekki á að viðgangast á vinnustaðnum.
Samkvæmt lögum eiga allir launþegar sem verða fjarverandi frá vinnu vegna vinnuslys, á leið til vinnu eða vegna sjúkdóms af völdum vinnunnar, rétt á því að fá greidd laun fyrir dagvinnu í allt að þrjá mánuði samkvæmt þeim taxta sem samið var um í ráðningarsamningum.
Vinnueftirlitið ber ábyrgð á því að vinnuveitendur fari að lögum og reglum. Til að tilkynna um brot á öryggi í starfi geta starfsmenn haft samband við þá eða sent ábendingar í gegnum vefsíðu þeirra;
https://www.vinnueftirlit.is/hafa-samband/
Þú getur einnig leitað eftir aðstoð hjá stéttarfélaginu þínu varðandi flest mál tengdum vinnustaðnum, og þau munu leiða þig í átt að réttri stofnun eða hjálpa þér við vandamálið.
Vinnutími er byggður á kjarasamningum stéttarfélaganna og vinnuveitand (eða Samtaka Atvinnulífsins). Vinnutíminn fylgir því svipuðu kerfi og lágmarkslaun, það er að einstaklingar utan stéttarfélaganna hafa einnig sömu réttindi samkvæmt kjarasamningunum.
Þar sem samningarnir geta verið mismunandi verður hér talað um algengustu reglurnar, en það er þó mikilvægt fyrir einstaklinga sem vinna í tilteknum atvinnugreinum (bílstjóri, verkamenn, of.l.) að líta á réttindi þeirra á heimasíðu stéttarfélaganna eða biðja um aðstoð hjá fulltrúum þeirra.
Hámarks vinnutími
Hámarks vinnutími
Vinnutími á að jafnaði ekki að vera lengri en 16 tímar á dag, þá er óheimilt að skipuleggja vinnutíma sem er lengri en 13 tímar á dag.
Hámarks vinnutími á mánuði
Almennt er dagvinnutími 8 klukkustundir á dag, 40 klukkustundur á viku eða 173,33 klukkustundir á mánuði. Með Lífskjarasamningnum hefur þetta þó eitthvað breyst innan ákveðinni starfstétta með styttingu vinnuvikunnar.
Lágmarks hvíld
Almenna reglan varðandi lágmarks hvíld er 11 klukkustundir á dag, en frávik frá þessu er að finna í kjarasamningum fyrir ákveðnar starfsstéttir, til dæmis iðnaðarmenn. Einnig gilda sérstakar reglur fyrir börn og ungmenni.
Ef einstaklingur fær ekki 11 klukkustundir í hvíld, og kjarasamningar hans falla undir lágmarks hvíldartíma án undantekninga, ætti hann að fá samsvarandi frí eða fá greitt auka álag í næstu launagreiðslu.
Vikuleg lágmarkshvíld
Hámarksvinnutími starfsmanns á viku í yfirvinnu ætti ekki að vera meiri en 28 klukkustundir að meðaltali í hverjum mánuði. En samkvæmt sumum samningum má reikna vinnutíma út frá síðustu 6 mánaða. Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi eða vegna sértæks eðli verksins er hægt að reikna hámarks vinnutíma út frá allt að 12 mánaða tímabili.
Yfirvinna
Reglur vegna yfirvinnu eru mismunandi milli kjarasamninga og ráðningarsamninga.
Yfirvinna er oft greidd þegar:
- Vinnutími er meiri en dagvinnutíminn.
- Ef starfsmaður fer yfir venjulegan fjölda vinnudaga á mánuði.
- Ef starfsmaður þarf að vinna á matmálstímum og/eða kaffitímum í dagvinnu.
Hvernig yfirvinnutímar eru reiknaðir er háð kjarasamningum og hvort að tíminn er háður degi, viku eða mánuði.
Starfsmenn verða einnig að vera meðvitaðir um að ekki allir atvinnurekendur leyfa yfirvinnu, það er því mikilvægt að starfsmenn séu meðvitaðir um samningana sína. Í þeim aðstæðum þar sem að starfsmenn fá ekki greidda yfirvinnu, fá þeir oft frí í stað launa fyrir þann tíma sem var umfram unninn.
Vinnudagatal
Vinnudagatal vinnustaðarins ætti að vera aðgengilegt fyrir starfsmenn og þarf að sýna að lágmarki 4 vikur fram í tímann. Ef einhverjar breytingar verða ættu þær að vera gerðar með 4 vikna fyrirvara.
Almennir frídagar
Starfsmenn sem ekki vinna vaktavinnu eiga almennt rétt á fríi á sérstökum orlofsdögum nema að gerðir hafi verið samningar um annað milli vinnuveitenda og starfsmanns.
Einstaklingar sem vinna vaktavinnu ætti að fá sérstök laun fyrir að vinna á ákveðnum frídögum. Á sérstökum frídögum er greidd yfirvinna fyrir hvern unninn tíma og á almennum frídögum ættu starfsmenn að fá sérstakt rauðs dags laun.
Orlofsdagar
Allir starfsmenn eiga rétt á orlofi, það er leyfi frá vinnu í ákveðinn fjölda daga auk orlofslauna sem greiddar hafa safnast saman af öllum launagreiðslum.
Lögbundinn fjöldi frídaga eru 24 virkir dagar, sem jafngildir 4 vikum og 4 dögum miðað við vinnu frá mánudegi til föstudags.
Þetta getur þó verið mismunandi eftir kjarasamningum og algengt er að starfsmenn með háann starfsaldur fái aukinn orlofsrétt.
Meginreglan vegna veikinda starfsmanna er að einstaklingurinn sem verður veikur eigi að vera eins fjárhagslega staddur eins og hann hafi ekki verið fjarverandi frá vinnu. Á fyrsta tímabili veikindana ætti einstaklingurinn því að hafa sömu laun og ef hann hefði verið við vinnu.
Fjöldi veikindadaga fer þó eftir kjarasamningum, en samkvæmt lögum er lágmarksréttur 2 dagar á mánuði. Algengt er að einstaklingar fái fleiri veikindadaga eftir því sem þeir hafa verið lengur hjá fyrirtækjum. Það er einnig mikilvægt fyrir einstakling að láta vita ef þeir veikjast á sínum frídögum þar sem þeir ættu að fá auka frídaga á móti.
Hvað varðar veikindi barna, þá eru veikindadagar tengdir þeim mismunandi eftir kjarasamningum, en í almennum kjarasamningum hafa foreldrar barna 2 veikindadaga fyrstu 6 mánuðina hjá vinnuveitanda fyrir börn undir 13 ára aldri, eða börn undir 16 ára að aldri þegar um alvarleg veikindi er að ræða. Eftir að einstaklingar hafa verið í 6 mánuði eða meira hjá vinnuveitanda, fá þeir einn dag í mánuði eða 12 daga fyrir hvert ár. Þessi réttur til veikinda barna er óháður almenna veikindaréttinum og dregst því ekki frá honum, þ.e. eigin veikindadögum.
Námsleyfi og ólaunuð leyfi eru mismunandi milli kjarasamninga en eru alltaf gerð í samvinnu við vinnuveitandann, í flestum tilvikum eiga starfsmenn rétt á slíkum leyfum.
Flest stéttarfélög styðja félagsmenn fjárhagslega, með endurgreiðslu á skóla- eða námskeiðisgjöldum. Þetta er gert í gegnum fræðslusjóð stéttarfélagana.